Skilmálar fyrir Dyrfjallahlaup

Við skráningu í Dyrfjallahlaupið þarf þátttakandi að samþykkja skilmála hlaupsins. 

Skráður þátttakandi er ábyrgur fyrir gögnum sem honum eru afhent vegna hlaupsins (ss. hlaupanúmer). Óheimilt er að láta þriðja aðila fá þau gögn. Það er ekki hægt að breyta skráningu á einu nafni yfir í annað, færa skráningu yfir á annað hlaup eða annað ár. 

Endurgreiðsla

Endurgreiddur er hluti þátttökugjalds vegna forfalla ef óskað er eftir því sem hér segir:

Fyrir 1. mars - 80% endurgreiðsla

Fyrir 10. júlí - 50% endurgreiðsla

Ósk um endurgreiðslu þarf að berast á netfangið info@thuletrails.com . Gefa þarf upp fullt nafn, kennitölu, upplýsingar um bankareikning og símanúmer, auk rafrænnar greiðslukvittunar sem berst á þitt netfang við skráningu.