æfingaferð á tenerife

14. - 21. Janúar 2017

2. - 9. maí 2017

Æfingaferð fyrir byrjendur og lengra komna í utanvegahlaupum

Leiðbeinandi: Anna Berglind Pálmadóttir

 

Ferðaskrifstofan Thule Trails býður upp á vikulanga hlaupaferð til Tenerife dagana 14. - 21.  janúar 2017 og 2.- 9. maí 2017. Ferðin er ætluð jafn byrjendum sem lengra komnum en lögð verður áhersla á fjalla- og utanvegahlaup í fjölbreyttu umhverfi. Tenerife býður upp á óþrjótandi möguleika til utanvegahlaupa, m.a. um El Teide sem er hæsta fjall Spánar og eitt af stærstu eldfjöllum heims. Í boði verða a.m.k. tveir lengri fjallatúrar en eins verða farin fleiri utanvegahlaup í nágrenni Amerísku strandarinnar. Auk þess verða æfingar á götu og á hlaupabraut en leiðbeinandi skipuleggur æfingar eftir þörfum og getu hópsins hverju sinni.

 

Gist verður á Hotel Zentral Center sem er 4 stjörnu hótel á Amerísku ströndinni en þaðan er auðveldlega hægt að komast í utanvegastíga, góðar brekkur fyrir brekkuspretti og fleira. Góð hlaupabraut er örstutt frá hótelinu auk þess sem margir kjósa að hlaupa eftir ströndinni og virða fyrir sér mannlífið í leiðinni. Lögð verður áhersla á að hlauparar eigi möguleika á fjölbreyttum, skemmtilegum og árangursríkum æfingum í góðum félagskap. Auk hlaupaæfinganna verður hlaupurum leiðbeint varðandi teygjur, rúll með frauðrúllum og fleira sem tengist hlaupum og æfingum.

 

Ferðin er tilvalin hvort heldur sem er fyrir hlaupahópa, vinahópa eða einstaklinga sem vilja komast í fyrsta flokks æfingaaðstæður á þeim tíma sem aðstæður eru sem erfiðastar á Íslandi.

 

Verð: 179.000 kr á mann

Innifalið: tilsögn leiðbeinanda, flug Keflavík - Tenerife - Keflavík með Wow air miðað við 20kg tösku og 5kg handfarangri, gisting í 7 nætur á 4 stjarna hótelinu Hotel Zentral Center miðað við tvo í herbergi, hálft fæði á hóteli (morgunverður og svo annað hvort hádegisverður eða kvöldverður eftir því hvernig hentar hverju sinni miðað við dagskrá), flutningur til og frá flugvelli á Tenerife. 

Loading...
   Leiðbeinandi:   Anna Berglind Pálmadóttir

Leiðbeinandi: Anna Berglind Pálmadóttir

 

 

 

 

 

 

 

   Fararstjóri:   Inga Fanney Sigurðardóttir

Fararstjóri: Inga Fanney Sigurðardóttir